Vegna vaxandi umsvifa auglýsum við eftir fólki í eftirfarandi stöður. Við störfum bæði í eigin verkefnum sem og í verktöku fyrir aðra.
Í dag erum við að byggja á Steindrórseitnum vestur í bæ 84 íbúðir, á Héðinsreitnum 102 íbúðir, við Hallgerðargötu 82 íbúðir ásamt leikskóla fyrir Reykjavíkurborg og á Stefnisvogi þar sem við erum að reisa fyrsta húsið af nokkrum en samtals eru það 333 íbúðir á 5 lóðum.
Ef þú hefur áhuga á að slást í hópinn og taka þátt í skemmtilegum verkefnum hafðu þá endilega samband.