Lóðin Vegamótastígur 7 var auð eftir að Herdísarbær, lítill steinbær sem þar stóð, var rifinn seint á sjöunda áratug síðustu aldar.
Á lóðinni Vegamótastígur 9 stóð lítið timburhús sem byggt var árið 1904, það hefur verið flutt skv. núverandi deiliskipulagi að Grettisgötu 54b.
Nýbyggingin eru tæpir 1.900 fm þar sem þjónusta og verslun verður á jarðhæð og 39 hótelherbergi á efri hæðum. Mikil áhersla var lögð á að nýbyggingin falli vel að núverandi byggingum og götumyndinnií heild sinni.
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér