Framúrskarandi fyrirtæki 2022

05/10/2022

ff2022

Reir verk er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki í rekstri árið 2022. Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Fyrirtæki þurfa að uppfylla ströng skilyrði til þess að teljast framúrskarandi fyrirtæki, en þau skilyrði eru:

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
  • Ársreikningi skal skilað á réttum tíma lögum samkvæmt
  • Hefur skilað ársreikningi til RSK síðustu þrjú ár
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna síðustu þrjú ár
  • Fyrirtæki með rekstrartekjur yfir 10 milljarða þurfa að fylla út spurningalista um sjálfbærni
  • Framkvæmdarstjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) jákvæður síðustu þrjú ár
  • Ársniðurstaða jákvæð síðustu þrjú ár
  • Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% síðustu þrjú ár
  • Eignir að minnsta kosti 100 milljónir króna síðustu þrjú ár

    Fyrirtækið hefur á að skipa öflugum starfsmönnum, stjórnendum og tækjabúnaði og getur því tekist á við verkefni af hvaða stærðargráðu sem er. Það má með sanni segja að við séum afar stolt af viðurkenningu sem þessari og höldum ótrauð áfram á sömu braut og viljum gera enn betur.

Hafa samband

Hægt er að senda okkur fyrirspurn eða koma á framfæri ábendingum með því að fylla út formið hérna fyrir neðan.

Hallgerðargata 1

Hér getur þú skráð þig á forsölulista fyrir íbúðir á Hallgerðargötu 1. Haft verður samband við þig þegar sala á íbúðum fer að hefjast.

Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Forsíða

Fyrirtækið

Verkefnin

Hafa samband