Reir verk
Reir Verk byggir orðspor sitt á metnaði, áreiðanleika og fagmennsku starfsmanna sem saman leita bestu fáanlegu lausna í hverju verki fyrir sig.
Stjórnendur og starfsmenn leggja áherslu á að skapa öruggt, metnaðarfullt og jákvætt starfsumhverfi sem stuðlar að starfsánægju og traustum rekstri.
Reir verk
Reir verk byggir orðspor sitt á metnaði, áreiðanleika og fagmennsku starfsmanna sem saman leita bestu fáanlegu lausna í hverju verki fyrir sig.
Stjórnendur og starfsmenn leggja áherslu á að skapa öruggt, metnaðarfullt og jákvætt starfsumhverfi sem stuðlar að starfsánægju og traustum rekstri.
Reir Verk er dótturfélag Reir eignarhaldsfélags, sem var stofnað árið 2005 af Hilmari Þór Kristinssyni og Rannveigu Eir Einarsdóttur. Á fyrstu árum félagsins voru grunnstoðir Reir ehf. endurbætur og nýbygging á fasteignum, aðallega í miðbæjarkjarna Reykjavíkur.
Síðustu ár hefur meginmarkið eignarhaldsfélagsins verið að þróa fasteignir og lóðir með sölu eða rekstur í huga. Reir Verk ehf. byggir á þeirri reynslu sem hefur skapast innan móðurfélagsins og er í dag öflugt byggingarfélag sem vinnur að fjölbreyttum fasteignaverkefnum.
Fyrirtækið hefur á að skipa öflugum starfsmönnum, stjórnendum og tækjabúnaði og getur því tekist á við verkefni af hvaða stærðargráðu sem er. Okkar markmið er að veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum heildarlausnir í byggingarverkefnum. Við miðum að því að veita góða þjónustu og framleiðum vöru í hæsta gæðaflokki. Við leysum fjölbreytt verkefni frá upphafi til enda og veitum lausnir í gegnum allt byggingarferlið.
Starfsmenn
Starfsmenn
Til viðbótar við starfsmenn á skrifstofu Reir Verk starfa um 15 manns á verkstöðun ásamt fjölda undirverktaka og samstarfsaðila.